Re: Re: Púlkur

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Púlkur Re: Re: Púlkur

#55954
1506774169
Meðlimur

Loksins er talað um eitthvað áhugavert hérna :)

Ég myndi nú segja að þetta sem glaðlegi norðmaðurinn á myndinni er með í eftirdragi væri fulllítið. En það fer lítið fyrir sölu á dráttarsleðum á íslandi og er það miður en einhver uppgangur er í gönguskíðamenningunni þessa dagana. Ég frétti af 120cm löngum púlkum sem fyrirtæki á Dalvík er að selja. Þeir eru með einhverja sleðatúra í Eyjafjörðinn austanverðann sem þeir nota þessa sleða í. Svo væri líka raunhæft fyrir 10-12 manns að taka sig saman og panta frá Rei t.d svona Paris sleða. Ættu ekki að vera of dýrir ef margir eru pantaðir. Annars held ég að þessir sleðar í tenglinum séu þessir frá Dalvík sem ég nefndi. Og þeir gætu alveg miðað við myndina gengið vel upp í svona verkefni.
N.b ég er sjálfur á leið í svona leiðangur um eða eftir páska :)

Slóð á Paris sleðana. Þeir eru mjög góðir og á góðu verði, úti amk.
http://www.rei.com/product/609482

Ég hringdi í Kaldbaksferðir og þeir eru að selja þessa sleða á 9900 krónur og senda hvert á land sem er.