Re: Re: Professionals at work

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Professionals at work Re: Re: Professionals at work

#57377
sigjons
Meðlimur

Ekki það að Kalli þurfi sérstakan stuðning… en mikið er gott að rödd skynseminnar heyrist hérna. Þessir strákar gera ein mistök – að pósta vídeóinu á netið. Faktor þetta eða hitt, áhættuhegðun þetta eða hitt… menn verða nú að fá að leika sér „ófaglega“ án þess að fá yfir sig skæðadrífu af skömmum og skít frá „helstu“ sérfræðingum landsins í fjallamennsku. Sem betur fer hefur vídeóvél sjaldnast verið með í mínum ferðum, annars væru mörg axarsköft ódauðleg.

En þið sem gerðuð vídeóið… strákar mínir, haldið bara áfram að fikta og leika ykkur en númer eitt, tvö og þrjú – haldið áfram að skemmta ykkur vel á fjöllum!