Re: Re: Professionals at work

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Professionals at work Re: Re: Professionals at work

#57373
Doddi
Meðlimur

Góðann daginn félagar.

Fyrir nokkrum árum var ég á fyrirlestri hjá Barry Blanchard, sem var safety guide fyrir Vertical limit, og sagði hann að ef téð stökkatriði í myndinni hefði átt að gerast í raunveruleikanum hefði hlauparinn þurft að vera á ca. 300km hraða þegar hann fór fram af klettinum.
Ég vona að það verði nú ekki fleiri atriði leikin eftir úr þessari mynd þar sem þau eru öll fake, eins og að hoppa úr þyrlu á littla klettasyllu.

Ég varð alveg gáttaður á því sem ég sá á þessu myndskeiði frá Virkisjökli. Datt fyrst í hug að þetta væru nýir aðilar í ferðaþjónustu sem ætluðu sér í jöklagöngubransann, andaði ögn léttar þegar ég komst að því að svo var ekki.

Þegar ég hugsa til baka þá er þetta nú ekki fyrsta videoið/myndir af íslendingum að klifra, sem maður hefur hefur séð og verið gáttaður/orðlaus yfir, það sem gerir þetta video öðruvísi er að þeir sem bjuggu það til liggja betur við höggi hvað varðar gagnrýni en það sem maður hefur séð áður (fyrir utan að ganga kannski ögn lengra í vitlaeysuni en aðrir).

Það er mjög auðvelt að gagnrýna það sem sást í videoinu, og ég tel að við sem stundum þetta sport berum slyldu til þess að gera það. En stóra spurningin sem við ættum að spyrja okkur að er hvers vegna í ósköpunum ákváðu þessir piltar að gera svona ‘stunt’, hvað klikkaði í ferlinu?
Var það þjálfunin? (þeir hafa greinilega fengið einhverskonar þjálfun, annaðhvort hjá SL eða okkur, tel að enginn fara bara sisona á jökul með allar græur og sígur ofan í svelg) eða er það ‘attitudið’ í klifursamfélaginu hérna heima (bæði hjá okkur og SL)? Og svona má spyrja áfram.

Í náminu mínu í Kanada var mikið fjallað um mannlega þáttinn (human factors) í tengslum við slys og óhöpp og hvernig við tökum ákvarðanir. Það er nefnilega alltaf á endanum okkar eigin ákvarðanir sem koma okkur í klípu. Einnig var fjallað um hvaða viðhorf (attitude) væru æskileg í tenglsum við sportið.
Það er undir okkur komið, þeim sem stunda sportið, hvaða ‘attitude’ við viljum að íslenskt klifursamfélag sé þekkt fyrir, viljum vera þekkt fyrir kappsemi/sýndarmennsku (það sem sást á myndbandinu) eða viljum við vera þekkt fyrir yfirvegun/fagmensku?

Ef áhugi er hjá Isalp þá býðst ég til þess að hafa samand við þá kennara skólans sem hafa verið að gera rannsóknir á áhættuhegðun og ákvarðanatöku í tengslum við fjallamennsku (þetta er orðið rannsóknargrein hjá okkrum háskólum úti í heimi) og reyna að fá þá til landsins til að halda fyrirlestur fyrir okkur, hægt væri að hafa einhvað samvinnu verkafni milli Isalp og SL við þetta.

Lifið heil

Kveðja

Doddi

P.S. þó svo að ég sé ekki sérfræðingur í greinini þá tel ég hugsanlegt að ákveðin hóphegðun hafi átt sér stað (þó ég hafi ekkert fyrir því nema ágiskun) sem kallast ‘risky shift’ sjá hér littla útskýringu á því http://www.enotes.com/topic/Group_polarization. Gaman væri að fá að tala við einhverja af þessum strákum svo hægt sé að fá að vita nákvæmlega hvað var á seiði, gæti orðið gott kennsluefni.