Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Professionals at work › Re: Re: Professionals at work

Ég átta mig illa á þessari hysteríu.
Má þá búast við heilögum hneykslunarpistlum þegar myndir sjást af 10m runnout upp kerti sem eru grennri en klifrarinn?, -fordæmingu á öllu ótryggðu klifri? og hneykslun gagnvart skíðun í vafasöum og skemmtilegum brekkum sem að hluta til fara hraðar en skíðamaðurinn?
Base hopparar verða þá líklega brenndir á báli?.
Helmingurinn af myndefni BMFF fjallar um það sem upp er talið hér að ofan.
Að sjálfsögðu er fæst af þessu gáfulegt í sjálfu sér og líklega ætti að banna allt frístundaklifur sem ekki fer fram í toppróp!!
Sjálfur hefði ég talið eðlilegast að bjóða drengunum uppá Thúle og grennslast svo í rólegheitum um það hvernig þeir eru í ökklunum.
Kosturinn við þessi hopp er sá að hættan er augljós.
En hvað með ísklifrarana sem séð hafa á eftir fleiri tonnum af ís falla úr leiðinni sem þeir eru aða klifra eða ætla að klifra eða eru nýbúninr að klifra? -Voru þeir meðvitaðir um áhættuna?
Hvað með öll löngu runnátin upp hengjur fyrir ofan ísfossa? -Hvenar lendir e-h í því að hengjan brotnar þegar menn eru að brölta yfir brúnina og taka 2×20 m fall?
Öll fjallamennska yfir 7.000 m hæð er líka stórhættuleg en lítið er hneyklsast á slíku brölti sem hefur þó hvorki meiri eða minni tilgang en broddahopp með atrenu.
Ég held að þessar æfingar séu mun hættuminni en margt það sem þykir ásættanlegt í umræðunni á þessari síðu og þvi myndefni sem hér hefur farið vandlætingarlaust í gegn. (Hinn alræmdi stólaleikur hefur líka skilið eftir sig áverka)