Re: Re: öryggi í klifri

Home Umræður Umræður Klettaklifur öryggi í klifri Re: Re: öryggi í klifri

#56830

Varð vitni af svipuðu atviki eins og Björk nefnir í síðustu viku. Þar tók klifrari fall úr næst efsta bolta og óreyndur tryggjari, sem var þá á spjalli við félagana, náði að grípa viðkomandi þegar ca. 2-3 metrar voru eftir af fallinu. Þá hafði viðkomandi klifrari náð að segja „taka“ þrisvar sinnum. Hann átti kannski meter eftir í jörðina þegar allt var stopp.

Ég er nú ekki eins vel innrættur eins og Björk og hristi bara hausinn. En hefði klárlega átt að ræða við þessa aðila og fræða þá um hættur og hvernig skal bera sig að í klettaklifri.