Home › Umræður › Umræður › Almennt › Orðsending frá uppstillinganefnd › Re: Re: Orðsending frá uppstillinganefnd
12. janúar, 2012 at 12:27
#57333

Participant
Hæ
Stjórn Ísalp verður fyrir talsverðri blóðtöku á næsta aðalfundi. Þeir Dóri, James, Siggi og Arnar ætla allir að yfirgefa partýið. Atli Páls situr annað ár sem formaður, Gummi ætlar að halda áfram í stjórn og vonandi Ágúst Kristján líka.
Það er skemmtilegt að starfa í stjórn Ísalp, ég hef sjálfur setið 4 ár í stjórn eins og Sveinborg. Starfsemi klúbbsins mótast fyrst og fremst af því hverjir sitja í stjórn, þannig að þeir sem hafa áhuga á setja mark sitt á starfsemina og láta gott af sér leiða ættu endilega að hafa samband.
„Spurðu ekki hvað Ísalp geti gert fyrir þig, heldur hvað ÞÚ getur gert fyrir Ísalp!!
-JFK