Re: Re: Öræfin

Home Umræður Umræður Almennt Öræfin Re: Re: Öræfin

#56742

Var á Hrútfjallstindum í dag. Færið var alveg eðal og veðrið eins og best var á kosið. Það er aska yfir öllu og skítugi snjórinn verður fljótt að drullu eftir hádegi. Töluvert er þó af nýjum snjó ofan við 1000 metra sem er þó að bráðna hratt. Lækir í Hafrafelli og Sandfelli eru hreinir og vatnið vel drykkjarhæft. Sveinborg sagði hins vegar að vatnið í Hnútudal sé skítugt.

Veðurspá næstu daga er flott þannig um að gera fyrir fólk að bruna austur að spræna upp tindana.

Kveðja úr Skaftafelli
Ági