Re: Re: Nýliði óskar eftir reynsluboltum

Home Umræður Umræður Almennt Nýliði óskar eftir reynsluboltum Re: Re: Nýliði óskar eftir reynsluboltum

#57463
Gummi St
Participant

Sæl Björg,

Til að fá þetta dáldið á hreint sem þú ert að biðja um,

Ertu að óska eftir að komast í
1. ísklifur?
2. klettaklifur?
3. alpaklifur?
4. fjallaskíðun?
5. fjallgöngur?

Myndi mæla með að koma á einhvern viðburð hjá okkur og kynnast fólkinu, það er lang best þar sem við getum verið feimin við að taka með okkur nýtt fólk sem við höfum aldrei séð einfaldlega vegna þess að við erum jú yfirleitt að fara að leika okkur en ekki að passa uppá byrjendur. Margir hér vinna við það og fara svo í skemmtiferðir sjálfir.

Einnig eru í boði afsláttur í gegnum okkur á ýmis námskeið hjá fjallaleiðsögumönnum sem henta þeim sem eru að komast í sportið. Getur séð þau í dagskránni vinstra megin.

Í fyrra fórum við svokallaða nýliðaferð á Skessuhorn sem var mjög skemmtileg og gæti vel verið að slík ferð verði farin aftur áður en veturinn er úti. Slík ferð er frábær vettvangur til að finna félaga í sportið.

Vonast til að sjá þig á næstu viðburðum og gangi þér vel.

-GFJ