Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Nýjar leiðir í Pöstunum › Re: Re: Nýjar leiðir í Pöstunum
26. apríl, 2012 at 09:28
#57711

Participant
Glæsilegt.
Gott að fá nýjar leiðir.
Bendi þeim sem eiga eftir að munda borvélar í Pöstunum á að hafa Flóðalabba í huga og nefna leið honum til heiðurs.
Draugurinn Flóðalabbi er það sem Pöstin eru frægust fyrir en þessi skrautbúna afturganga særekins sjómanns bjó í Pöstunum. Þar sat hann fyrir ferðalöngum en fyrr á öldum lá þjóðleiðin um brattan stíg í Össuaugum fyrir ofan klettana í Pöstunum. Á þeim tíma rann Markarfljót alveg upp að klettunum. Flóðalabbi var á endanum kveðinn niður „í rassi“ en það er skoran sunnan við klettana þar sem bílum er nú lagt.
Munum eftir Flóðalabba.
JVS