Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Nýjar Ísleiðir 2012-2013 › Re: Re: Nýjar Ísleiðir 2012-2013

15. febrúar 2013. Garðshvilft – Dýrafirði.
A.
Nafn: Bleikt og blátt. WI5. 55m+
FF: Berglind Aðalsteinsdóttir, Rúnar Óli Karlsson, Sigurður Tómas Þórisson.
Nánar: Vinstri línan sem merkt á myndina að neðan. Enduðum einhvers staðar í miðju ísflæminu þar sem ísinn var farinn að verða hvítur og morkinn en þá var farið að draga úr brattanum. Hægt að klifra lengra ef betri ís.
B.
Nafn: Vindlar Faraós. WI5. 60m+
FF: Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, Rúnar Óli Karlsson.
Nánar: Hægri línan sem merkt á myndina að neðan. Það var nánast hægt að faðma neðra kertið (vindilinn), ekki var það feitt þennan dag.
[attachment=533]IMG_2222.merknet.jpg[/attachment]
16. febrúar 2013. Eyrardalur – Dýrafirði.
A.
Nafn: Bleiki pardusinn. WI5. 30m
FF: Arnar Þór Emilsson, Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir.
Nánar: Tveir áberandi ísfossar fyrir u.þ.b. miðjum Eyrardal sem enda uppi í miðju klettabelti. Þetta er vinstri leiðin.
B.
Nafn: Blái Lótusinn. WI5-. 50m
FF: Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, Arnar Þór Emilsson.
Nánar: Tveir áberandi ísfossar fyrir u.þ.b. miðjum Eyrardal sem enda uppi í miðju klettabelti. Þetta er hægri leiðin.
[attachment=534]IMG_2287.merknet.jpg[/attachment]