Re: Re: mountain ski

Home Umræður Umræður Skíði og bretti mountain ski Re: Re: mountain ski

#57419
1908803629
Participant

Við fórum fjögur á Móskarðshnjúka í dag og eru hér örfáar ljósmyndir til vitnis um það… en vegna skorts á skyggni voru myndirnar ekki fleiri.

https://picasaweb.google.com/102129344435963379906/Moskardshnjukar_2012_jan#

Ferðin var hlaðin allskonar vitleysu…
– hófst á því að jeppinn hans Smára festist þannig að ekki var hægt að keyra alla leið að fjallsrótum.
– Svo afrekaði ég það að gleyma skíðaskónum og fór því að sækja þá, og nokkurn vegin búinn að gefa upp alla von að ég myndi ná að skíða eitthvað.
– Þegar ég kom til baka, tæpum klukkutíma síðar, elti ég sporin þeirra og komst fljótt að því að þau voru komin langleiðina til Þingvalla. Þau áttuðu sig þegar þau nálguðust Stiftamt og fyrir vikið tókst mér að ná þeim.
– Svo var arkað upp fjall í litlu skyggni og skíðað niður í jafnvel enn verra skyggni.
– Þegar niður var komið þurftum við aftur að ganga til baka en í þetta skiptið aðeins 3-4 kílómetra, en gangan að fjallinu var líklegast í kringum 10-15 kílómetrar.
– Loks þegar við komum að jeppanum gerði Smári kúnstir og náði jeppanum fljótlega upp úr.

Snjómagnið var ívið minna en vonir stóðu til en þó leyndust ágætis POW svæði sem vöktu gleði manna og konu. Það er klárlega kostur að halda til fjalla í betra skyggni og ef það yrði gert þá er eflaust hægt að finna stórgóðar línur þarna í góðum snjó, líklegast púðri sé farið á næstu dögum. Í verra skyggni er aftur á móti mjög auðvelt að lenda í grunnum snjó, og viðeigandi grjóti, sem við fengum að kynnast.

English – went on Móskarðshnjúkar today in rather bad view. The snow wasn’t as much as we hoped for but we did stumble on some powder lines. We also stumbled on very little snow and rock. If there wouldnt have been clouds/fog then the trip would probably have been epic.