Re: Re: Línur og gönguexir

Home Umræður Umræður Almennt Línur og gönguexir Re: Re: Línur og gönguexir

#56408
andrisv
Participant

Takk kærlega strákar fyrir þessi svör. En var rétt í þessu að fjárfesta í Air Tech Evolution exi í Útilíf (http://www.grivel.com/products/ice/ice_axes/7-air_tech_evolution) Hún er reyndar kannski í það lengsta, 58 cm, en mig langaði í 53 cm en lét slag standa þar sem þetta var síðasta exin og fá ekki sendingu fyrr en eftir tæpar 3 vikur og ég ætla mér að nota hana um helgina.
Skoðaði einmitt Petzl exirnar sem og Black Diamond í Fjallakofanum en það sem gerði útslagið var að Grivel exin er í T flokki en allar hinar eingöngu í B flokki fyrir sama pening.
Síðan var ég að pæla í að kaupa mér aðra með hamar þegar tíminn líður sem gott er að hafa í smá meira brölt og þá 53 cm. Er annars ekki alltílagi að hafa mislangar exir í þessum tilgangi?
Vona að ég muni ekki sjá eftir þessari fjárfestingu minni.

Varðandi línurnar þá er heill hafsjór af línum og eftir nánari eftirgrennslan þá er eflaust besta alhliða línan dynamic 9,1 mm 60 m.

Andri