Re: Re: Klifur um helgina

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur um helgina Re: Re: Klifur um helgina

#56189
Siggi Tommi
Participant

Fór með Skabba og Eiríki Gísla í fýluferð inn í Glymsgil en í stað þess að leggjast í volæði drifum við okkur í Þrándarstaðafossana í Brynjudal, þar sem við áttum sérdeilis prýðilegan dag.
Lentum í alveg fáránlegum „spray-on“ aðstæðum í tveimur leiðum, sem við ofanóðum ítrekað og varð úr því snilldar tækni- og úthaldsæfing í frábærum passlega blautum ís.
Mælum sterklega með þessu svæði. Býður upp á allt frá þægilegum leiðslu- eða ofanvaðsfossum upp í massív yfirhöng sem gjött er að naga í með tólunum. Víðast eru bunkar á brúninni til að setja upp akkeri og hægt að ganga upp og niður ef menn vilja það.

Var með hausmyndavél í láni og tók eitthvað af klifrinu upp. Sjá:
http://vimeo.com/18856156

NB Þetta er frumraun mín í „hero-cam“ bransanum og ég kann ekkert að klippa svona vídeó en vonandi hafa menn alla vega gaman að þessu, þó ekki sé von á Óskarnum fyrir þetta.

Tók eitthvað af skotum af strákunum að neðan en þar sem linsan er svo gleið á vélinni, þá eru þeir bútar alveg vonlausir til sýninga. Skelli kyrrmyndum af þeim inn á Picasa síðuna í vikunni svo þeir fái uppreisn æru.

Eina stóra leiðin í Hvalfirði sem við sáum að væri í góðum gír var Óríon. Ýringur var ekki til, Rísandi aðeins að byrja, Stígandi ekki til, annað í Múlafjalli afar dapurt. Sáum ekki inn Eilífsdalinn fyrir þoku á leiðinni heim.