Re: Re: Klifur um helgina

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifur um helgina Re: Re: Klifur um helgina

#56390
0304724629
Meðlimur

Það er kominn mánuður frá því að bætt var í þennan þráð. Eru menn og konur dauðar úr öllum æðum???

Erum búnir að vera nokkuð virkir hér. Við Búbbi og Danny fórum á Óshlíðina um helgina og klifruðum langleiðina upp leið sem við Ívar fórum fyrst fyrir mörgum árum. Glæsileg 5gr. leið sem í þetta skiptið var of blaut til að klára. Ansi mikið hrun úr jöðrunum sem sendi mig holdvotan og grenjandi niður. Klifruðum aðra línu við hliðina í góðum alpafíling.

Erum líka búnir að finna nýtt og spennandi svæði á Ingjaldssandi með a.m.k. fimm leiðum sem voru of þunnar þegar á hólminn var komið. Klifruðum samt eina leið sem við skírðum Þorraþræl 4gr. 70 metrar.

Kallinn í efsta haftinu (70m) stuttu áður en var beilað. P2200148.jpg

Aðrar leiðir við hliðina sem oft ná saman. Fjærst sést í efsta hlutann á leiðinni Eiríki rauða (4+) sem við Eiríkur klifruðum fyrir súrkáli síðan P2200112.jpg