Re: Re: Isklifur foll o.fl

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Isklifur foll o.fl Re: Re: Isklifur foll o.fl

#55850
Skabbi
Participant

Gríðarlega áhugaverð umræða. Verst að ég er eiginlega engu nær um hvað raunverulega gerðist. Voru skrúfurnar togaðar út úr ísnum eða sprakk ísinn hreinlega út frá skrúfunum allt í einu? Heppnir að síðasta skrúfan í akkerinu hélt þeim báðum…

Þetta kennir manni líklega að hafa varann á ef mjög kalt er í veðri og að huga vel að akkerinu. Ég hefði líklega splæst þriðju skrúfunni í akkerið ef ísinn var jafn brothættur og þeir vildu meina.

Þar sem Himmi er nú þegar byrjaður að afvegaleiða þenna þráð dettur mér í hug þetta yndislega myndskeið, sem er svo yndislega/kvikyndislega skemmtilegt þegar maður situr inni í hlýjunni. With friends like this, who needs enemies?

http://www.youtube.com/watch?v=DDGf-LF3jh4&NR=1

Allez!

Skabbi