Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísfestivalsflopp › Re: Re: Ísfestivalsflopp
Það er talsvert frost núna hér á sunnanverðum Vestfjörðum og ég get skotist og tekið myndir rétt fyrir umrædda helgi sem Stymmi stingur uppá.
Það væri sértaklega vel þegið Valli minn. Gott væri að fá myndir og heyra um aðstæður þó það sé ekki bara fyrir festivalið.
Annars finnst mér þetta vera svolítið ósanngjörn gagnrýni á hendur stjórnar að kalla þetta „flopp“. Það er ekkert grín að skipuleggja svona viðburð, og þá sérstaklega þegar allar fréttir sem fást eru morkinn ís, snjóflóða spýjur, áframhaldandi lægðar gangur, hlýjindi, rigning og rauðurtölur á öllu landinu í margar vikur.
Auðvita langar öllum á festival og það eru skeifur á andlitum ísklifrara þessa dagana og hjá mér líka. En auðvelt er að vera vitur eftir á og á svona tímum þar sem veðurfar er kvikfullt og óútreiknanlegt og aðstæður efir því, þá er mikilvægt að við öll leggjumst á eitt um að upplýsa stjórn um það ef betri aðstæður er að finna eitthverstaðar annarsstaðar tímalega.
Reynum nú öll að vera jákvæð og vinna saman, svo að úr verði eitthver hittingur Ef þið vitið um mögulegar aðstæður fyrir næstu helgar þá endilega komið þeim upplýsingum áleiðis sem fyrst.
Svo er bara að vera tibúinn til að hlaupa til þegar kallið kemur
Með bestu kveðju,
Arnar