Re: Re: Ísfestival eða ekki?

Home Umræður Umræður Almennt Ísfestival eða ekki? Re: Re: Ísfestival eða ekki?

#57500
Skabbi
Participant
Quote:
Stefnir þetta í beil eða hvað?

Stjórnin verður að ákveða svona lagað og stefna fólki þangað ef verða vill. Það þýðir lítið að spyrja bara út í loftið hvort fólk vilji hitt eða þetta. Aðstæður til ísklifurs eru oft tvísýnar, sérstaklega ef aka þarf langa vegalengd. Hver sá sem ákveður að fara á festival, þó það sé í nafni ÍSALP, verður að gera sér grein fyrir að ísaðstæður og veður er aldrei tryggt. Stjórnin ákveður hvort hún verði á staðnum með stuðið og kjötsúpupottinn, aðrir ákveða eftir sínum forsendum hvort þeir vilji mæta eða ekki. Þannig hefur þetta alltaf verið og miðað við svörin sem þið hafið fengið reikna ég með því að svo sé enn.

Baráttukveðjur

Skabbi