Re: Re: Ísfestival 2011

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestival 2011 Re: Re: Ísfestival 2011

#56293
Freyr Ingi
Participant

Hæ,

eins og staðan er núna virðist ísklifur ekki eiga upp á pallborðið hjá veðurguði vorum.

Minni ís er við Arnarfjörð en á seinasta festivali en það svo sem væri allt í lagi ef ekki væri fyrir það að bannsett veðriði virðist ætla að vera með hamagang um helgina.

Sú ákvörðun hefur því verið tekin að fresta festivalinu að sinni um óákveðinn tíma.

Ísalp finnst ekki heillavænlegt að stefna fjallafólki á svæði þar sem aðstæður þykja ekki öruggar.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast með spánni fram að helgi og reyndar allar komandi helgar með von um að geta haldið hið frábæra klifurmót sem ísfestivalið er.