Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður 2012-2013 › Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Við Addi vorum að klára 3 daga helgi, fórum Single malt on the rocks á föstudaginn, tvær stuttar leiðir í Skálagili Haukadal í þokunni í gær og svo í dag fór Óðinn með okkur í Stíganda í Múlafjalli.
Nóg af ís og funky regnhlífar í Múlafjalli, aðstæður annars góðar í vissum leiðum í Múlanum og frábært veður. Einhver hefur farið á undan okkur í Stíganda þar sem við sáum v-þrætt prússík neðst í lykilhaftinu.
Vorum helst hræddir um að vera skotnir þegar við myndum kíkja með hvítu hjálmana yfir brúnina. Nóg af byssumönnum útum allt.
Var að setja í gang að taka inn á tölvuna myndirnar sem ég læt rúlla meðan ég sef, er samt trúlegast um 10Gb af rassamyndum…