Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013 Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

#57967
Siggi Tommi
Participant

Við Berglind fórum í Flugugil í Brynjudal í dag í hörku ferð.
Höfðum greinilega eitthvað stærri hreðju en Bjöggi og Viðar og fórum upp allan Óríon. :) (eða vorum klókari í leiðavali)
Fórum upp lengst til hægri í þurrum og góðum ís (sluppum alveg við megin bununa þar). Stans undir þakinu hægra megin og svo upp fönskísjitt kertaða rennu upp að efra þakinu þar sem var afar áhugavert klifur upp úr og inn á megin fossinn aftur. Mikið stuð, mikið gaman…

Þá var ekki nógu áliðið svo við fórum niður hálft gilið og yfir í Kertasníki (hét hann það ekki annars) og enduðum uppi á topp í ljósaskiptunum. Lögðum ekki í aðal lafandi besefann í neðra haftinu en efri partinn var ekkert í boði annað en megin kertið. Mjög skemmtilegt klifur og þægilegra en það leit út fyrir en þó þétt fimma alveg. Minnir að leiðin hafi verið gráðuð WI5+ í FF en hún myndast sennilega mjög mismunandi – hef séð hana með miklu minni ís, aldrei svona spikaða…
Bröltum svo niður gilið í myrkrinu.

Allt löðrandi í ís en fjúkið í frostinu um daginn hefur blásið sumu þarna í merkilega strúktúra.
Sknilldar dagur á fjöllum.

[attachment=491]DSC00754.JPG[/attachment]
Óríon. Fórum upp alveg lengst til hægri og upp í þakkverkina þar fyrir ofan.

[attachment=492]DSC00793.JPG[/attachment]
Kertasníkir (held ég). Fórum upp miðjukertið í byrjun, upp á sylluna og gegnum gat í efra kertinu og upp utan á því hægra megin.

[attachment=493]DSC00725.JPG[/attachment]
Fleiri fossar í Flugugili. Man einhver hvað þetta heitir og er gráðað?

[attachment=494]DSC00727.JPG[/attachment]

[attachment=496]DSC00786.JPG[/attachment]
Þessir eru aðeins ofan við Óríon, beint á móti Kertasníki. Nokkuð groddalegur þessi hægri pillar (20m bratti kaflinn ca.).

Myndir komnar Picasa
Berglind með fleiri á: Smugmug