Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2012-2013 Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013

#57966

Við Viðar Helga tékkuðum á Óríon á föstudaginn. Fórum fyrri spönnina fyrst við vorum nú komnir á svæðið en ekki séns að við þyrðum í rest. Kertið sem klifað er upp og út úr hellinum náið ekki niður og var í raun samansafn af íspípum sem vísuðu í allar áttir. Það var mjög spes að sjá þessa ísskúlptúra útum allt, sumir hangandi á engu.

Það var rennsli í fossinum sjálfum en annars allt löðrandi í ís. Gefa þessu smá tíma og þá nær kertið niður. Eins og ísinn er þarna núna þá er þetta þokkalega fönkí og fint, þ.e. neðri spönnin og okkur sýndist efri parturinn vera stórfurðulegur.

Lærdómur dagsins var að stóla aldrei á imbavélar. Ef vélin sýnir að rafhlaðan sé full þá gæti hún þess vegna verið tóm. Það var einmitt málið og eina myndin sem við tókum var á iðnaðarsímann minn. Afraksturinn sjáið þið hér.