Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður 2012-2013 › Re: Re: Ísaðstæður 2012-2013
5. nóvember, 2012 at 23:19
#57932

Meðlimur
Við fórum í Álftafjörð á laugardaginn 3. nóv í leit að ís. Allt frekar þunnt en eftir að hafa vaðið kjarr í klofdjúpum snjó í þrjá tíma eins og einhver fjandans rjúpnaskytta, enduðum við á að toprópa Dreitil sem er rosa skemmtileg 70 metra leið. Leiðin var ansi þunn neðst og beljandi vatnið í fossinum sást í gegn. Annars svaka gaman að spóla svona upp 4. gráðu án þess að hugsa mikið.