Re: Re: Innlegg í La Sportiva

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Innlegg í La Sportiva Re: Re: Innlegg í La Sportiva

#56646
Sissi
Moderator

Hehe, talarðu af reynslu?

Annars sammála Steinari, það er bara einhver pappírsmassi sem fylgir með. Ég var að kaupa innlegg frá Þráni skóara til að testa, þau eru með svona smá paddi og eru hræódýr. Og svona Superfeet og þannig líta djúsí út en hafa mjög oft bara verið til í stærð 35 og 47 í útivistarbúðum hérna heima.

Varðandi stoðfyrirtækjainnleggin þá get ég eiginlega ekki notað mín svona svakalega lengi, held að þeir séu stundum meira í þeirri pælingu að maður gangi bara til og frá vinnu og út í búð. Það er svona kúla undir ilinni sem ég hef séð hjá fleirum sem gerir það að verkum að það er frekar vont að labba á þessu í mjög marga klukkutíma.

Held að þetta sé málið sem fyrsta skref fyrir þig. Svo voru margir af krökkunum í Skaftafelli í fyrra að nota hlaupaskóinnleggin sín líka.

Sissi