Re: Re: Í ljósi vinsælda yosemite bowline

Home Umræður Umræður Almennt Í ljósi vinsælda yosemite bowline Re: Re: Í ljósi vinsælda yosemite bowline

#57983

Líkt og Árni þá fór maður auðvitað beint í að prófa þetta eftir að hafa séð vídeóið sem Jón Gauti setti inn. Vissulega áhugaverður punktur. En maður þarf samt eiginlega að vanda sig við að klúðra þessu.

Augljóslega getur þetta klikkað, rétt eins og að óvanir gætu þrætt tryggingatól vitlaust og hafið leikinn án þess að uppgötva mistökin. Við erum þó ekki að hætta að nota þau þrátt fyrir þann klúðursmöguleika.

Venjulega gerir maður hnútinn, herðir aðeins að til að sannfærast um að allt liggi rétt og bakþræðir svo. Ég sé ekki hvers vegna menn ættu að vera að losa um bakþræðinguna og bakþræða svo aftur og hætta á að klúðra þá málum eins og hann sýnir í vídeóinu.

Það eru ýmsar útgáfur af þessm hnút og frágangi á honum, það væri gaman að bera það allt saman með svona álagsprófunum. Frágangur eins og sést í vídeóinu sem Arnar setti inn er ekki eitthvað sem ég hef séð notað.

Sammála Sigga T að öllum atriðum. Bakþræðing þannig að stutti endinn standi upp (frá manni) en ekki niður og svo tvöfaldur öryggishnútur er málið að mínu mati. Eina vitið að ganga þannig frá þessu. Hefði verið gaman að sjá crossload próf á því.