Re: Re: Í ljósi vinsælda yosemite bowline

Home Umræður Umræður Almennt Í ljósi vinsælda yosemite bowline Re: Re: Í ljósi vinsælda yosemite bowline

#57979
Arni Stefan
Keymaster

Ég gerði smá prófanir með þetta með prússik og línu.

Lykilatriði í þessu er að til þess að hnúturinn breytist í áttuhnút utan um línuna og að yosemite bragðið er gert innan við lykkjuna í pelastikinum. Ég átti í erfiðleikum með að fá þetta til að gerast öðruvísi en að þræða bragðið þannig viljandi eða með því að ýta því í gegn. Ef pelastikinn er bundinn með línu sem er a.m.k. örlítið mýkri en stálvír og gengið vel frá honum sýnist mér þetta ekki mjög líklegt. En getur engu að síður greinilega gerst. Mögulega er því betra að nota venjulegan öryggishnút með pelastik.

Ég hef notað tvöfaldan pelastik (þ.e. lykkjan eða kraginn á hnútnum hafður tvöfaldur) með yosemite frágangi sem minn klifurhnút í a.m.k. tvö ár. Ég prófaði þetta á honum líka og það besta sem ég fékk var rembihnútur, auk þess sem bragðið þarf að fara inn fyrir báðar lykkjur til þess að eitthvað gerist. Sé ekki betur en það sé þeim mun ólíklegra, en þó líklega ekki útilokað. Kosturinn við tvöfalda pelastikinn er samt sá að það er meira viðnám í hnútinum sjálfum og því er gott að ganga vel frá honum (að því gefnu að línan sé ekki eins og stálvír) og ég hef ekki lent í neinum vandræðum með þann hnút.