Re: Re: Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið?

Home Umræður Umræður Almennt Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið? Re: Re: Hvernig er best að komast í útivistarsamfélagið?

#56238
1811843029
Meðlimur

Sæll

Ísalp er góður vettvangur fyrir þá sem vilja komast inn í sportið. Það er góð byrjun að fara á fjallamennskunámskeið sem Ísalp og fjallaleiðsögumenn halda í sameiningu. Þar kynnistu sportinu og færð nauðsynlega grunnþekkingu. Þegar þessi grunnþekking er til staðar er bara að pota sér í ferðir með reyndari Ísölpurum. Klúbburinn stendur fyrir skipulögðum ferðum og viðburðum eins og ísfestivali þar sem nýliðar fá frábært tækifæri til að kynnast öðrum. Eins er gott að fylgjast með isalp.is og ekki vera feiminn við að vera í sambandi þegar menn eru að tala um að fara á fjöll.

Semsagt, ganga í klúbbinn, fara á námskeið og mæta svo á viðburði og kynnast öðrum með sama áhugamál.

Sjáumst