Re: Re: Hvenær á að nota hjálm og hvenær ekki

Home Umræður Umræður Almennt Hvenær á að nota hjálm og hvenær ekki Re: Re: Hvenær á að nota hjálm og hvenær ekki

#58162
Sissi
Moderator

Í mjög grófum dráttum eru reiðhjólahjálmar og hjólabrettahjálmar gerðir til að taka högg þegar notandinn fellur, jafnvel á hraða.

Klifurhjálmar eru gerðir til að hlífa notanda við fallandi grjóti eða ís. Sérstaklega eldri týpur úr plasti með nylon borðum utan um höfuðið.

Nýrri týpur eru þó margar hverjar úr frauði með plastskel og hlífa hliðunum á höfðinu betur, t.d. ef þú myndir sveiflast inn í klett í falli.

Ég held að almenna þumalputtareglan sem margir fara eftir er að nota hjálm þegar þú ert kominn í einhvern bratta. Og það þarf ekkert endilega að vera neinn að klifra fyrir ofan þig til að grjót eða ís fari af stað, það gerist oft af sjálfu sér, tala nú ekki um þegar sól eða hitabreyting kemur inn í spilið.

Svo: Ísklifur, alpaklifur, klettaklifur (margir, meðal annars ég, sleppa reyndar hjálmi á mjög vel hreinsuðum, öruggum sportklifursvæðum á borð við Valshamar og Hnappavelli en það má alveg gagnrýna það), brölt í bratta sem er nógu mikill til að fallandi ís eða grjót nái hraða.

Eitthvað þannig. Vill einhver bæta við þetta?