Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið? › Re: Re: Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið?
21. júní, 2011 at 18:03
#56777

Meðlimur
Tengt þessu:
Í kjölfar banaslyss, þegar íshellir hrundi í Hrafntinnuskeri 2006, var sett upp skilti við íshelli í Sólheimajökli. Skiltið sem var neon gult, virkaði eins og mykjuskán á mýflugur og dró alla gesti svæðisins að sér. Ekki nóg með það heldur æddu heilu rútufarmarnir þarna inn og létu mynda sig. Kannski ekki að furða enda stóð á skiltinu :
“ Beware of falling ice“.
Útlendingarnir skildu þetta eðlilega sem svo að óhætt væri að vera þarna inni. Fólk ætti bara að hafa augun hjá sér og hlaupa út ef eitthvað byrjaði að hrynja. Verst hvað þetta gerist hratt í raunveruleikanum.
Kv. Árni Alf.