Re: Re: Herðubreið

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Herðubreið Re: Re: Herðubreið

#56750
Karl
Participant

Yfirleitt er orðið vel fært í Herðubreiðarlindir í mai. Leiðin er alfarið á frostfríu efni og því aldrei aurbleyta eða hætta á vegarskemmdum.
Vegurinn er töluvert niðurgrafinn sitt hvoru megin við Tumba og þar sitja skaflar stundum fram í júní (eru farnir núna).
Lokun vegarins um Herðubreiðarlindir er því ekki til að koma í veg fyrir drulluakstur og í því ljósi engin ástæða til að virða lokanir. Hinsvegar er lokuninn til að koma í veg fyrir að e-h sauðir aki utanvegar til að forðast skafla og þó fyrst og fremst til að styggja ekki heiðagæsarvarp í Herðubreiðarlindum. Það er hinsvegar hægt að aka að Herðubreið frá Möðrudal án þess að styggja þessa bleikfættu vargfugla.
Þankagangur Vegagerðarinnar er að setja akstursbann á allann veginn þangað til þeir dratthalast til að ryðja snjóinn af veginum í Öskjuop.

Samtök Útivistarfélaga SAMÚT eru að vinna að því að fá þessum umferðartakmörkunum breytt í átt að almennri skynsemi.