Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

Home Umræður Umræður Almennt Hálkubroddar á fjöllum Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

#58151
Sissi
Moderator

Ástæða þessa pistils er væntanlega sá að undanfarið hefur æ fleira göngufólk, bæði á eigin vegum og í hópum, farið að stunda vetrarfjallamennsku án þess að átta sig á því.

Eins og fram hefur komið hefur einhverra hluta vegna myndast sú stemning í þessum kreðsum að hálkubroddar og göngustafir séu nægilega góður búnaður til að tækla fjöll að vetrarlagi.

Það er þarft verk að reyna að fræða þennan hóp um hvað sé réttur búnaður til göngu og brölts í fjallendi í vetraraðstæðum, ekki síst í ljósi skuggalegrar tíðni á slysum undanfarið.

Ég held að við ættum ekki að vera að hnýta í þetta framtak heldur reyna að leggja okkar lóð á vogaskálarnar og fræða fólk í kringum okkur.

Einnig er ágætt að minnast á snjóflóðaútbúnað í þessu þar sem ég er nokkuð viss um að fólk sem heldur til fjalla vopnað hálkubroddum hefur ábyggilega aldrei hugsað út í það að það gæti lent í snjóflóðum

Nú eru vélsleðamenn og fjallaskíða- og fjallabrettafólk flest komið með heilögu þrenninguna en þessi hópur gæti lent í vandræðum seinna meir. Minni á að fólk hefur ítrekað lent í alvarlegum snjóflóðum á niðurgönguleið við Þverfellshorn.

Einnig þyrfti þessi hópur að sækja sér fræðslu í vetrarfjallamennsku, þangað til er mjög ólíklegt að það hafi þekkingu til að meta aðstæður, snjóalög eða halla þar til í óefni er komið, eins og dæmin sýna.