Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

Home Umræður Umræður Almennt Hálkubroddar á fjöllum Re: Re: Hálkubroddar á fjöllum

#58150
2802693959
Meðlimur

Burt séð frá því hvað endar undir skónum (hálkuvarnir eða fullvaxnir 10-12 gadda broddar) er mikilvægast að fara ekki fram úr sér, heldur snúa við í tíma og áður en komið er í aðstæður sem búnaðurinn er ekki hannaður fyrir. Þannig eiga hálkuvarnir (keðjur eða annað) vel við í gönguferðum að vetrarlagi svo fremi ekki sé teflt á tæpasta vað þar sem fallhætta er fyrir hendi.

Þrátt fyrir gott framtak Landsbjargar hrasa hrasa ég um meðfylgjandi setn/málsgrein:
„Sé haldið til fjalla þarf alltaf að taka með snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðaleitarstöng. Gönguskór þurfa að vera góðir og vera svokallaðir hálfstífir skór svo hægt sé að festa á þá mannbrodda ef gangan leiðir menn á þær slóðir að notkun á þeim sé nauðsynleg.“

… bæði vegna þess að fyrsta boðorðið um ýli, skóflu og stöng er óraunhæf krafa fyrir fólk þótt það haldi til fjalla að vetrarlagi og nær væri að upplýsa um hvernig forðast megi 25-50°brekkur og snjóþungar hlíðar.
Svo er það engin skylda að gönguskór séu hálfstífir fyrir nútíma brodda.

Hvað varðar hras í fjallshlíðum veit ég að FÍ hefur haldið námskeið í kúnstum vetrarfjallamennsku (þ.e. notkun ísaxar og brodda) fyrir sitt göngufólk, en hvort slíkt námskeið er skylda gegn þátttöku í ferðunum veit ég ekki.
Áfram Slysbjörg
Jón Gauti