Re: Re: hættan af statiskum akkerum

Home Umræður Umræður Almennt hættan af statiskum akkerum Re: Re: hættan af statiskum akkerum

#55720
Karl
Participant

Hilmar Ingimundarson wrote:

Quote:
Ég þekki fáa sem ná 22kn, hvað þá klifrara sem eru flestir í fjaðurvigt til að geta stundað sína grein af kappi. Svo ég best viti að þá held ég að heimsins þyngsti maður nái ekki einu sinni 25% af þessar þyngd.

Himmi, -hvort ertu á höttunum eftir Nóbelnum í bókmentum eða eðlisfræði!

Ef þú ert að spá í eðlisfræðina, -þá er rétt að minna á það sama og síðherði Tjallinn; KN er mæling á krafti en þyngd er mæld í kílóum.
Þessi tilraun gekk út á að 80 Kg ÞYNGD var látin falla ákveðna vegalengd og mælt hvað fallið olli miklum KRAFTI á slinginn og var þar mælt í KN.

Léttir klifrarar geta líka slitið tryggingar ef föll eru ódempuð.
Styrkur búnaðar er almennt ekki vandamál í klifri. Styrkur/festa trygginga og góð dempun eru mun mikilvægari en styrkur búnaðar.
Ódempaðar tryggingar eru mjög sjaldgæfar í fjallamennsku og dæmið hjá JH það sem algengast er af þeirri gerð