Re: Re: hættan af statiskum akkerum

Home Umræður Umræður Almennt hættan af statiskum akkerum Re: Re: hættan af statiskum akkerum

#55716
Karl
Participant

Þetta er rétt hjá síðherða Tjallanum.
Munurinn á 80 KG klifrara og 80Kg stállóði er þó sá að klifurbeltið sjálft og vömb og læri á klifraranum eru eftirgefanleg.
Ef 80 Kg „staðalklifrara“ hefði verið fórnað í þetta test, hefðu öll mæligildi verið töluvert lægri vegna aflögunar á klifraranum.

Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum eru sú hugljómun að dempa megi öll föll með því hætta að binda línur og slinga beint í klifurbeltið og binda þess í stað í SCREAMER sem fastur væri í beltinu!!!!

Ég hef slitið nokkra skrímera og þekki vel að þetta rótvirkar.
Þetta er óþarft of allt of dýrt í boltuðu sportklifri en er upplagt í ísklifur. Í raun og veru jafn gott og að hafa skreamer í hverri tryggingu.
Skrímerinn mundi rifna við þokkalegt fall og háan fallstuðul, en við hóflegt fall þegar hálf línan er komin út þá fjaðrar línan það vel að skrímerinn heldur.
-Þetta er það snilldargóð hugmynd að það hljóta að vera amk 10 vídeó af þessu á jútúb…..