Re: Re: hættan af statiskum akkerum

Home Umræður Umræður Almennt hættan af statiskum akkerum Re: Re: hættan af statiskum akkerum

#55722
Sissi
Moderator

Ef Kalli gefur út bók þá lofa ég að kaupa hana :)

Góð umræða.

Ég nota annað hvort prúsellu (alltaf þrædd í beltið sömu leið og belay lúppan) eða línurnar til að klippa mig í ankeri, eftir því hvort við erum 2 eða 3, hvað er til af línu osfrv.

Svo er það náttúrulega allt debatable, kannski ágætt að benda á þessa í framhaldi af umræðunni hér að ofan og „henda dóti“ umræðunni: http://backcountrybeacon.com/2010/10/belay-loops/

En það sem ég tek aðallega frá þessu testi er

1)að hafa í huga að spectra / dyneema er basicly stálvír,
2)að hnútar veikja ekki bara dótið þegar ég er að rigga í útköllum og á æfingum heldur í klifri líka (maður hugsar síður í kN í klifri),
3) það þarf lítið fall á sling til að skapa stóra krafta – eins gott að hugsa um það þegar maður gerir ankeri og ekki síður hefur maður séð í ísalp ferðum að menn klifra uppfyrir júmmara með sling í (slingurinn fær reyndar líklega ekki tækifæri til að slitna því að júmmarinn myndi sjálfsagt slíta línuna miklu fyrr).

Rétt hjá Kalla að styrkur búnaðar er venjulega ekki vandamál, en ég sé alveg fyrir mér að ef maður er klipptur á dyneema með hnút og bröltir aðeins upp fyrir tryggingu til að teygja sig í vatnsbrúsann gæti það orðið ruddalegur kraftur í falli. (kN er kraftur, = massi * m/s^2)

Svo hugsa ég að týpískur ísklifrari sé nú nær því að vera 90+ kg að meðaltali með öllu draslinu en 80, ætli þetta séu ekki hátt í 15 kg með gallanum, skóm, járnarusli, bakpoka osfrv?

Sissi