Re: Re: Fyrsta ísklifur vetrarins

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Fyrsta ísklifur vetrarins Re: Re: Fyrsta ísklifur vetrarins

#55738
Freyr Ingi
Participant

Margmennt var í Spora í gær. Þar áttu stefnumót sex klifurmenn.
Styrmir, Arner Felix, Atli Páls, Heiða, Sveinborg og ég áttum þar góða stund.

Þegar ég var þar fyrir viku síðan hafði ég á orði að það væri nú sniðugt að hafa sigakkeri við þennan vinsæla stað og mætti því vopnaður borvél í þetta skiptið.

Leiðin skartar því tveimur boltum núna, einum efst og öðrum á millistallinum.

Sveinborg tók myndir.

Frétti svo af öðru gengi í Brynjudal. Þau voru í einhverju mixi.. eða þurrtólun.

Ljósmynda-Gummarnir voru báðir með í för og því ættu að vera til myndir af því einhversstaðar á alnetinu.

Freysi