Re: Re: Framboð til stjórnar

Home Umræður Umræður Almennt Framboð til stjórnar Re: Re: Framboð til stjórnar

#56359
Steinar Sig.
Meðlimur

Frábært að fá alla þessa frambjóðendur og ég get ekki sagt annað en að mér lítist ágætlega á þá. Jafnvel þó ég þekki þá flesta.

En ég er sammála Skabba það vantar fleiri kosningaloforð. Annars verður þetta bara vinsældakosning.

Helstu mál sem mér finnst skipta máli eru:

Skálamál – Á að gera eitthvað við Bratta eða setja minningarstein? Hvernig næst betri nýting í Tindfjöllum? Stækka markhópinn eða draga Ísalpara þangað?

Vefsíðan – Hún er góð, er það ekki?

Afslættir – Hvar fá Ísalparar afslátt? Er hægt að fjölga þeim stöðum eða jafnvel fækka gegn loforði um meiri afslátt. Útvega afslætti í skálum. T.d. FÍ og Útivistarskálum að vetri ef ekki að sumri. Fá það í gegn hjá íslensku flugfélögunum að klifurbúnaður njóti sömu kjara og gólfsett, stangarstökksstangir, skíði og reiðhjól.

Tryggingar – Hvernig eru Ísalparar tryggðir heima og erlendis. Ísalp ætti að gefa út ráðleggingar. Flottast væri að semja við tryggingafélög eða mynda einhver tengsl við erlenda klúbba sem eru með tryggingar.

Nýliðun – Er hún nóg? Er hægt að auka hana og þá hvernig. Koma okkur meira í fjölmiðla? Fjölmiðlar taka fegnir á móti efni sem er matað ofan í þá.

Leiðarvísar – Hafsjór upplýsinga er í gömlum Ísalpritum. Nokkrir góðir klettaleiðarvísar hafa verið gefnir út. Ættu þessar upplýsingar að vera útgefnar á ensku?

Merkja markaðssetning – Við eigum flott logo. Í fyrra eða einhverntíman fengu allir límmiða. Það var frábært. Meira svoleiðis?

Púlkur – Hvernig púlkur eru bestar? Er hægt að klára þá umræðu?