Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56940
Karl
Participant

Ég hef farið nokkrar ferðir í hellinn, júmmað, dregið menn upp á handspili, híft á felgu eða einfaldlega slakað og híft á jeppa.
Síðast þegar ég fór var ég farinn niður með rafstöð hálftíma eftir að komið var á staðinn svo þetta er ekki stórmál.
´
Þegar sigið er rúma 100 metra þá hitnar sigtólið það mikið að maður þorir ekki að stoppa síðasta kaflann og því sem næst allir sem haf júmmað upp hafa sargað línur illa. E-h af þeim sögum hefur ratað hingað. Ég hef hinsvegar ekki skemmt línu þegar jeppi er notaður til sigs og hífinga.

Ég er alfarið á móti massatúrisma í Þríhnúkum.
Hugmyndin er í í raun svo galin að að með óíkindum er að hún sé rædd af ódrukknum mönnum í björtu.

1
Þetta er á vatnsverndarsvæði Höfuðborgarsvæðisins.
Vatnsveitan hefur að sjálfsögðu mótmælt þessu þar sem mikið af urrandi dísilknúnum vinnuvélum, notkun sprengiefnis, málningar oþh er stórhættulegt á vatnsverndarsvæðum.
Skíturinn úr 200.000 árstúristum er svo annað mál. Vert að minna á að starfsmenn radarstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli voru alltaf látnir skíta í bréfpoka þar sem hefðbundið klósett og rotþró þótti ógn við vatnsveitu Þórshafnar.
Bílaumferð vegna heimsókna er svo annað mál.

2.
Þetta kostar vegagerð inná útivistarsvæði og mjóg stórt bílastæði. Af þessu er verulegt rask.

3.
Mér sýnist að Þríhnúkar ehf séu að nota öll PR trikkin til að selja stjórnmálamönnum hugmyndina og hafa þegar fengið margar millur af skattfé í þetta brölt.
Mig minnir að 2007 kostnaðaráætlunin hafi verið 700 millur.
Varlega áætlað er það milljarður í dag. Ekki reikna ég með því að einkageirinn eða Þríhnúkar ehf ætli að hætta miklu eigin fé í þetta.
Ekki er álitlegt að hætta fé í verkefni með jafn mikla óvissu um framkvæmdakostnað og aðsókn nema gera verulega háa arðsemiskröfu.

Það er ekki óeðlilegt að alvöru fjárfestir geri 25% ávöxtunarkröfu á jafn áhættumikla framkvæmd. Af milljarði er þetta þá 250 millur á ári
sem jafngildir því að 250.000 gestir þurfa að skila þúsundkalli á haus í hreinan hagnað.
Þetta er það óraunhæft að hóa þurfti í tugthúsliminn Árna Johnsen til að tala fyrir málinu á þingi.
Í þessu samhengi er rétt að minna á að Skaftafellsþjóðgarður fær skitnar 20 milljóna rekstrarframlag á ári, ekki fæst smápeningur til að opna veginn í Öskju í byrjun sumars og fyrst árið 2011 fékkst e-h klink til að gera sæmilega gangfært að Seljalandsfossi.

4.
Síðast en ekki síst þá tel ég þetta vera hreina og klára eyðileggingu á merkilegri náttúruperlu.
Hvers virði er eldgígur með rekkverki úr stáli og námalyftu? -Er þetta ekki bara eins og hver önnur námugöng?
Mér finnst þetta sambærilegt við hugmynd um rúllustiga uppá Hraundranga, einkaveg e-h framsóknarfrömuðar á Heklu eða áætlanirnar up kláfa og lestir uppá topp Mt.Blanc. -Það þurfti tvær heimstyrjaldir og kreppu til að slá þá dellu útaf borðinu.

Ég get lagt til 200 metra línu í Ísalpferð þegar kominn er það mikill snjór að akfært sé að gígnum. Ég er viss um að Palli kemur með…