Home › Umræður › Umræður › Almennt › Ferð niður í Þríhnúkahelli › Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli
8. október, 2011 at 22:20
#56939

Participant
Ég búinn að fara marga leiðangra í þessa holu. Í þessum ferðum hef ég notað samsettar línur, heilar línur, fjórhjól, spil og nú síðast gluggaþvottakörfu. Í öllum leiðöngrum sem notast við línur er með ólíkindum að engin hafi drepist eða slasast. Í flestum ef ekki öllum ferðum eru línur ónýtar eftir ferðalagið. Helst Kalli sem nær að halda línum í lagi.
Þessa vikuna starfa ég sem lyftuvörður og ferja stjórnmálamenn, fréttamenn, jarðfræðinga, verkfræðinga og alla hagsmunaðila upp og niður í Þrínhjúkaholu.
Gott að hafa mismunandi skoðanir.
Mín er að þessi hellir eigi skilið að vera opinn fyrir almenning.
kv.
P