Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56980
Karl
Participant

Páll Sveinsson wrote:

Quote:
Hvernig viljið þið sjá aðgengið að hellinum í framtíðini og fyrir hverja?

kv.
Palli (lyftu stjóri)

Ég get auðveldlega séð það fyrir mér að e-h setji upp byggingarkranagálgan í febrúar og Palli vinni þá sem lyftuvörður fram á vor. Draslið verði fjarlægt á vorin á snjó og ekki sett upp aftur fyrr en bílfært er orðið að hellinum í ca febrúar.
Það er útfærsluatriði hvort kranagálginn fái að vera yfir opinu allt árið. Hann þyrft þá að vera svipaður á litin og hraunið.
Líklega er nauðsynlegt að setja tröppur upp gíginn, pall á brúninna og traustar undirstöður undir kranaágálgann.

Með þessu móti þarf ekki að skemma Strompahraun eða gíginn og leggja vatnsverndarsvæðið undir massatúrisma og pulsusjoppur.
Almenningur á kost á að fara í hellinn óskemmdan og fjallamenn og náttúruskoðarar geta upplifað Þríhnúkagíg ósnortinn þess á milli.(þó með tröppum o.þ.h. á gígbrún og uppgönguleið)

Þetta er win-win fyrir náttúru, almenning og fjallamenn.
Það er einfaldlega töff eða eitthvað sé ekki alltaf tiltækt -sbr skíðasvæði. Ef þetta fær gott umtal þá nýtist það í markaðsetningu allt árið.
Fyrir atvinnugreinina „ferðaþjónustu“ skiptir hvort eð er mestu að e-h sé í boði utan sumartímans þegar allflest er hvort eð er fullbókað.

Þetta er sambærileg lausn og að bjóða up á þyrluferðir á Hraundranga hluta ársins, -í stað þess að leggja rúllustiga upp…