Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Umræður Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56952
1811843029
Meðlimur

Ég fór þarna niður fyrir nokkrum árum, á splunkunýrri hvítri línu og með aðra sem back up. Okkur tókst nú að fara upp og niður án þess svo mikið sem að það kæmi drulla á fínu hvítu línuna en það kostaði talsverða vinnu við brúnavarnir. Aðferðin var ekki flókin, við höfðum með okkur slatta af teppabútum, línupokum og þess háttar ásamt góðri hönk af grönnu bandi. Fyrsti maður seig svo varlega niður, þegar hann þurfti brúnavörn var henni slakað til hans í granna bandinu og bundin föst uppi þegar hún var komin á réttan stað. Svona fóðraði hann verstu brúnirnar, þyngdin á línunni hélt þessu svo líka í skejfum. Með því að gera þetta og vanda sig tókst okkur að fara upp og niður án þess að vera mígandi hræddir að slíta línu. Smá vinna en borgaði sig.

Kveðja,

Atli Páls.