Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Epík í Þilinu › Re: Re: Epík í Þilinu
Jamm Palli þú ert bara að geraða gott. Ég hef svo sem klifrað með Palla þegar hlutir hrundu(svona c.a. 5 tonna ísklumpar) þannig að maður ætti fótum sínum fjör að launa. Það er samt erfitt að finna skynsamari klifrara.
Ég man eftir því að fyrsta skiptið sem ég sá Þilið var ég nánast byrjandi í ísklifri og með Tomma á ferð og réðumst við þegar til uppgöngu enda héldum við að þetta væri margklifrað. Við komust alla leið upp undir þakið og vorum lengi að reyna að komast upp fyrir en urðum frá að hverfa algerlega stórhneykslaðir á eigin aumingjaskap. Þetta var í maí og komin massíf hengja þarna fyrir ofan. Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna að við fréttum að þetta væri óklifruð leið.