Re: Re: Boltun klifurleiða – fræðsluefni

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltun klifurleiða – fræðsluefni Re: Re: Boltun klifurleiða – fræðsluefni

#57694
0503664729
Participant

Takk fyrir viðbrögð Hrappur.
Skoðanir eru skiptar og gott að halda því á lofti. Varðandi heitgalvaniseringuna þá er málið að vísu ekki svona einfalt. Mér hefur ekki tekist að finna gamla heitgalvaniseraða bolta sem hafa verið í snertingu við ryðfrítt stál án þess að gefa eftir. Tek þó vel á móti ábendingum hvar ég get fundið slíkt.
Fræðilega séð á sink varinn bolti úr karbon-stáli (heitgalviniseraður) alveg að geta tapað sink-húðuninni á kafla (t.d. þegar hann er barinn inn) án þess að tærast. Sinkhúðunin virkar þá sem anóða og gefur frá sér rafeindir og óvarið stálið í boltanum á þá ekki að tærast þótt það standi bert. Einfalt dæmi um þetta eru skrokkar skipa og báta auk bryggjuþilja þar sem anóður úr sinki, áli og magnesíum eru festar á hér og þar til fórnar. Öðru máli gegnir um bolta og augu þar sem annað hvort er úr ryðfríu eða áli en hitt úr heitgalvaniseruðu. Slíkt gengur ekki upp nema í takmarkaðan tíma. Það er því ekki að ástæðulausu sem að framleiðendur akkera og augna benda mönnum á að gera þetta ekki.