Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13
9. desember, 2012 at 11:08
#58004

Meðlimur
Sunnudagur 9 des 2012
Snjóaði slatta og skóf duglega í austan átt fyrri hluta föstudags,ringdi dálítið ofan í það og fraus svo um kvöldið. Í gær var hvass útsynningur (SV átt) með éljum. Í nótt var hvöss austan átt sem nú er gengin niður í bili.
Það er því talsvert harðfenni og glerjað utan brauta. Smá laus snjór í vestur og norðurhlíðum. Ekkert sérstaklega spennandi utanbrautarfæri.
Þokkalegt veður og bjart þessa stundina. Gert ráð fyrir að það hvessi seinni partinn í dag. Skítviðri á morgun og umhleypingar út vikuna ef eitthvað er að marka spána.
En til að ítreka björtu hliðarnar þá er nóg af snjó og meira á leiðinni.
Kv. Árni Alf.