Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58234
0801667969
Meðlimur

Fimmtudagur 14 mars kl: 14:00

Snjóaði talsvert í nótt og morgun og jafnfallið púður yfir öllu Fjallinu. Það hefur því snjóað yfir móa og mela. Rosalega fallegt að sjá en þetta er bölvaður svikasnjór. Stórvarasamt færi. Hins vegar er helvíti gott utanbrautarfæri.

Stóra málið er bara að vita hvar er örugglega snjór undir í þessu eðalfæri. Kringum Kónginn er alveg öruggt niður að staur 7. Þá er best að byrja að sveigja út í Kóngsgilið.

Eingöngu Norðurleiðin var troðin í morgun svo það er fínt púðurfæri í öllum öðrum leiðum.

Búið að vera blint í morgun og snjóað talsvert en eitthvað er að birta. Gullfallegt og gott veður þegar sólin nær að smeygja sér í gegn. Stafalogn.

Ef menn ætla að nýta púðrið borgar sig að mæta fyrr en seinna. Annars eru bestu aðstæðurnar ofan við Suðurgil. Smá rúntur alltaf að koma sér út í Kóng aftur.

Engin göngubraut lögð í dag. Bilaður troðari.

Kv. Árni Alf.