Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13
15. febrúar, 2013 at 14:29
#58189

Meðlimur
Föstudagur 15 feb 2013 kl: 14:00
Stekkingur af norðaustri. Bætir líklega í frekar en hitt þegar líður á daginn. Hætt við að brekkurnar ofan til í Fjallinu verði orðnar glerjaðar þegar líður á daginn. Allt fína efnið fýkur burtu og eftir situr klakinn.
Annars er bjart yfir og gott skyggni til allra átta og bara hressandi að fá smá gjólu í andlitið.
Að venju voru ýmsar kempur ungar og gamlar mættar á gönguskíði hér snemma í morgun. Býsna mikil gróska í göngkuskíðamennsku bæði í og utan brauta. Sumir eru að hita upp fyrir gönguskíðaferðir vetrar- og vorsins.
Kv. Árni Alf.