Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58185
0801667969
Meðlimur

Fimmtudagur 14 feb 2013 kl: 13:30

Er að létta til. Gullfallegt veður. Logn, frost tvö stig, þar sem sólbráðar nýtur ekki. Dimmt yfir í austri, bjart í vestri. Skýjabakkinn er að hopa austur á bóginn.

Frábært færi í troðnum leiðum og alveg skíðandi utan brauta. Ekkert snjóað á okkur s.l. daga. Mjög margir mættir á gönguskíði uppúr hádegi. Göngusporið út á Heiði og inn í Dal lagt í morgun.

Lítur út fyrir góðan útivistardag. Einhverjar blikur á lofti hvað veðrið varðar næstu daga. Endilega nýta daginn. Er meðan er.

Kv. Árni Alf.