Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58178
0801667969
Meðlimur

Þriðjudagur 12 feb. 2012 kl: 17:00

Fékk áminningu frá Kalla Ingólfs rétt áðan að hafa ekki uppfært „heimasíðuna“. Hér hefur verið heiðríkja, nánast logn og tveggja stiga frost þar sem sólbráðar nýtur ekki.

Færið í brautum alveg hreint eðal og utanbrautar er þetta bara þokkalegt. Ekkert púður en smá föl ofan á ekki svo hörðu lagi. A.m.k. margir búnir að vera utan brautar það sem af er degi.

Gönguskíðabraut liggur nú út á Heiði og inn í Kerlingardalinn ca. 10 km.

Nú þegar sólin lækkar flugið herðir frostið sem er bara besta mál. Lofa alls ekki eins fallegum degi á morgun.

Kv. Árni Alf.