Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58148
0801667969
Meðlimur

Miðvikudagur 30 jan 2013 kl:11:00

Er að verða alltof sannspár. Það lagðist í austan átt sem gerir opnun hér nánast ómögulega. Alveg sama hvað vindur á láglendi er lítill. Opnuðum hér á mánudaginn í hálfgerðu skítviðri, bálhvassri norðanátt, með það upp á vasann að það myndi lægja þegar liði á daginn. Öllum spám bar saman um það.

Þess í stað tók að snjóa og bætti í vind þegar leið á daginn. Auk þess að snúast í austlægari átt. Endaði með því að ekki ein einasta lyfta gekk. Lokuðum því rétt fyrir kvöldmat í arfavitlausu veðri.

Í gær var hér bálhvasst en það merkilega gerðist að það sá til sólar um kaffileytið. Fór því í smá rúnt í gullfallegu veðri, lágarenningi og miklum lausum snjó norðan við skíðasvæðið. Skoðaði leifar snjóflóða sem hafa að líkindum fallið s.l. fimmtudag. Sum hver ansi mikil sem ná vel niður á sléttlendið þarna. A.m.k. gullfallegt um að litast þegar sólin lætur sjá sig.

Spurning hvort það sé ekki skynsamlegra að færa sig í Skálafellið meðan þessi austan belgingur ræður ríkjum. Sjáum hvað setur.

Kv. Árni Alf.