Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58144
0801667969
Meðlimur

Sunnudagur 27 jan kl 1300

Það var fróðlegt að fara um Fjallið í morgun. Allur fíni púðursnjórinn er að mestu kominn í gríðar stóra harðpakkaða skafla þar sem hann hefur fundið eitthvað skjól í veðurofsanum. Drottningargilið var t.a.m. óþekkjanlegt frá deginum áður. Orðið að þröngu djúpu gili með stórri hengju í norðurbarminum. Það er þó eitthvað af lausu efni í SV hlíðum og dældum í skjóli.

Allur þessi efnisflutningur og flekamyndun kallar á varkárni í vesturhlíðum.

Þessi rólegheitar norðanátt sem vonast var eftir lætur eitthvað á sér standa. Spám ber illa saman og ég hef á tilfinningunni að þetta haldi áfram að verða austanstæð átt með tilheyrandi leiðindum. Bæði fyrir skíðafólk og ísklifrara sem bíða eftir meiri kulda.

En þrátt fyrir allt þá er snjórinn merkileg efni sem gaman er að fylgjast með ekki síst í rysjóttu tíðarfari. Og veturinn er nú rétt að byrja.

Kv. Árni Alf.