Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Bláfjöll 2012-13 › Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Fimmtudagur 24 jan kl. 16:00
Stöðug austan átt hefur verið að gera okkur brjálaða hér undanfarið. Höfum opnað og haft opið í strekkingi með vindhraða vel yfir 20 m/s uppi á Fjalli. Reyndar lítill tilgangur í slíku og kannski enn minni skynsemi.
Var í Skálafelli í gær. Þar var sól og smá gjóla en vel opnunarfært. Á sama tíma var austan skítvirði í Bláfjöllum og lokað. Skálafellið er hins vegar enn ekki tilbúið, lyftur ekki klárar og ekki má opna fyrr en 1 febrúar (um helgar).
Í Bláfjöllum er núna svarta bylur (að austan) og mokandi snjókoma = snjóflóðahætta. Hins vegar er ágætis spá á morgun og næstu daga. Er að snúast í hægviðri og jafnvel norðanátt sem væri ágæt tilbreyting.
Kv. Árni Alf.